Körfubolti

Reykti hass fyrir leiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jackson er skrautlegur karakter.
Jackson er skrautlegur karakter. vísir/getty
Stephen Jackson, sem spilaði í 14 ár í NBA-deildinni í körfubolta, segist hafa reykt hass fyrir leiki.

„Ég verð að vera hreinskilinn. Það gerðist nokkrum sinnum að ég reykti fyrir leik og spilaði frábærlega,“ sagði Jackson nýlega.

Hann segir að það hafi líka verið leikir þar sem hassreykingarnar fóru ekki jafn vel í hann.

„Það voru nokkrir leikir þar sem ég var kominn á bekkinn eftir þrjár mínútur. Ég var búinn að taka þrjú skot sem fóru yfir spjaldið og ég hugsaði með mér að ég þyrfti að róa mig,“ sagði Jackson.

Jackson spilaði m.a. með Golden State Warriors á löngum og skrautlegum ferli. Hann segir að þjálfari hans hjá Golden State, Don Nelson, hafi vitað af hassreykingum hans og ekki gert athugasemdir við þær.

Jackson skoraði 15,1 stig, tók 3,9 fráköst og gaf 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á ferlinum. Hann varð meistari með San Antonio Spurs árið 2003.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×