Innlent

Reykspólaði og ók á ofsahraða fyrir framan nefið á lögreglunni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan stöðvaði för mannsins og kom þá í ljós að bifreiðin sem hann ók var ótryggð og án skráninganúmera. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini meðferðis.
Lögreglan stöðvaði för mannsins og kom þá í ljós að bifreiðin sem hann ók var ótryggð og án skráninganúmera. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini meðferðis. VÍSIR/VilHELM
Ökumaður um tvítugt vakti athygli lögreglunnar á Suðurnesjum þegar hann reykspólaði við Keflavíkurhöfn þannig að söng og hvein í bifreiðinni og mikinn reyk lagði frá honum. Ökumaðurinn gaf svo í og lögreglan mældi hann á 102 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50. Vefsíðan Víkurfréttir greinir frá þessu í dag.

Lögreglan stöðvaði för mannsins og kom þá í ljós að bifreiðin sem hann ók var ótryggð og án skráninganúmera. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini meðferðis.

Honum var lesinn pistillinn af lögreglumönnum sem gerðu honum grein fyrir því að atvikið kostaði hann 90 þúsund krónur. Auk þess verður maðurinn sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði og fær þrjá refsipunkta í ökuferilskrá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×