Innlent

Reykjavík síðdegis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embætti forseta Íslands frá árinu 1996.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embætti forseta Íslands frá árinu 1996. Vísir/GVA
Starfsmenn útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hafa óskað eftir tilnefningum um hvern Íslendingar vilja sjá sem næsta forseta Íslands.

Á heimasíðu Bylgjunnar er fólk hvatt til að tilnefna þann eða þá sem það myndi helst vilja sjá sem næsta forseta lýðveldisins. Síðar verður svo kosið á milli þeirra tíu einstaklinga sem hljóta flestar tilnefningar.

Kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýkur á næsta ári en hann mun þá hafa gegnt embættinu í fimm kjörtímabil, eða heil tuttugu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×