Erlent

Reykjavík með öruggustu borgum heims

vísir/vilhelm
Reykjavík skipar þriðja sætið á lista yfir öruggustu borgir heims. Tokyo í Japan skipar annað sætið og Kaupmannahöfn í Danmörku það fyrsta. 

Í greininni er vitnað í ferðavísinn Lonely Planet en þar segir „Ef þú finnur öruggari borg, láttu okkur þá vita.“ Lonely Planet er einn fremsti og virtasti ferðavísir heims og er listinn settur saman af ritstjórnarliði fyrirtæksins, álitsgjöfum og ýmsum rithöfundum frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Jafnframt kemur fram í greininni að Ísland sé með tíu öruggustu löndum í heimi og samkvæmt könnun sem gerð var árið 2009 kemur fram að 93 prósent þeirra sem heimsótt hafa Reykjavík telji borgina einstaklega öruggan áfangastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×