Viðskipti innlent

Reykjavík ásamt sex öðrum sveitarfélögum ljósvædd í árslok 2015

Nær 33 þúsund heimili eru fulltengd nú þegar.
Nær 33 þúsund heimili eru fulltengd nú þegar.
Gagnaveita Reykjavíkur mun ljúka ljósleiðaravæðingu höfuðborgarinnar fyrir lok þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gagnaveitunni en þar segir að liðlega 70 þúsund heimili á öllu athafnasvæði Gagnaveitunnar verði þá komin með möguleika á að nýta sér kosti Ljósleiðarans.

Fjögur sveitarfélög eru nú þegar ljósleiðaravædd að fullu: Seltjarnarnes, Akranes, Hella og Hvolsvöllur. Síðar á árinu bætist Reykjavík við og einnig Hveragerði og Ölfus.

Nær 33 þúsund heimili eru fulltengd nú þegar. Það þýðir að Ljósleiðarinn er tengdur innanhúss og nothæfur án frekari aðgerða. Átta af hverjum tíu þeirra sem eru fulltengdir eru að nota Ljósleiðarann, sem er mjög hátt hlutfall á alþjóðavísu.

Í tilkynningunni kemur fram að í lok árs 2015 sé stefnt að því að um 2/3 heimila í Kópavogi hafi möguleika á að tengjast Ljósleiðaranum og um 1/3 heimila í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×