Réttur lánþega tryggður Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs og lagalegrar óvissu hefur ríkisvaldið ekki átt hægt um vik í þessum efnum. Engu að síður er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa stjórnvöld staðið fyrir jafn umfangsmiklum og víðtækum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Samtals hefur nú um 260 milljörðum króna verið létt af skuldugum heimilum, ekki síst vegna endurútreiknings gengisbundinna lána. Með nýjum dómi Hæstaréttar er þeim lánþegum, sem tóku ólögleg gengisbundin lán fyrir hrun, tryggður enn frekari réttur til leiðréttinga en hingað til hefur legið fyrir. Því ber að fagna enda hefur dómurinn líklega í för með sér að skuldir heimila munu lækka um tugi milljarða króna til viðbótar og staða þeirra batna sem því nemur. Breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu vegna ólöglegra gengislána (Nr. 151/ 2010) voru ekki síst gerðar með það í huga að tryggja lánþegum í hvívetna þann rétt sem dómar Hæstaréttar gáfu leiðsögn um. Í þeim efnum hafa stjórnvöld gengið eins langt og þau hafa talið mögulegt, án þess að skapa ríkissjóði og þar með skattgreiðendum skaðabótaábyrgð. Með lögunum var stigið mikilvægt skref til að tryggja rétt tugþúsunda heimila sem voru með gengisbundin lán í ýmsum formum og óvíst var hvort Hæstiréttur teldi lögmæt eða ólögmæt. Þar var einnig lögð til grundvallar hröð meðferð og jafnræði og á grundvelli þeirra hafa skuldir lánþega verið lækkaðar um vel á annað hundrað milljarða króna á mjög skömmum tíma. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að alltaf lá skýrt fyrir og liggur í raun enn, að lög um þessi efni gátu aldrei og áttu aldrei að rýra rétt lánþega að neinu leyti. Lögin byggðu á fyrri leiðsögn Hæstaréttar um að reikna ætti lægstu vexti Seðlabankans í stað hinna erlendu vaxta allt frá upphafi lántöku. Hin nýja leiðsögn dómsins nú er hins vegar sú að ekki sé heimilt að krefjast hærri vaxta vegna þess sem liðið er hafi vextirnir verið greiddir og fullnaðarkvittun liggi fyrir. Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnar og Alþingis allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að verja heimili landsins fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem hrunið hafði í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs og lagalegrar óvissu hefur ríkisvaldið ekki átt hægt um vik í þessum efnum. Engu að síður er óhætt að fullyrða að aldrei fyrr hafa stjórnvöld staðið fyrir jafn umfangsmiklum og víðtækum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Samtals hefur nú um 260 milljörðum króna verið létt af skuldugum heimilum, ekki síst vegna endurútreiknings gengisbundinna lána. Með nýjum dómi Hæstaréttar er þeim lánþegum, sem tóku ólögleg gengisbundin lán fyrir hrun, tryggður enn frekari réttur til leiðréttinga en hingað til hefur legið fyrir. Því ber að fagna enda hefur dómurinn líklega í för með sér að skuldir heimila munu lækka um tugi milljarða króna til viðbótar og staða þeirra batna sem því nemur. Breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu vegna ólöglegra gengislána (Nr. 151/ 2010) voru ekki síst gerðar með það í huga að tryggja lánþegum í hvívetna þann rétt sem dómar Hæstaréttar gáfu leiðsögn um. Í þeim efnum hafa stjórnvöld gengið eins langt og þau hafa talið mögulegt, án þess að skapa ríkissjóði og þar með skattgreiðendum skaðabótaábyrgð. Með lögunum var stigið mikilvægt skref til að tryggja rétt tugþúsunda heimila sem voru með gengisbundin lán í ýmsum formum og óvíst var hvort Hæstiréttur teldi lögmæt eða ólögmæt. Þar var einnig lögð til grundvallar hröð meðferð og jafnræði og á grundvelli þeirra hafa skuldir lánþega verið lækkaðar um vel á annað hundrað milljarða króna á mjög skömmum tíma. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að alltaf lá skýrt fyrir og liggur í raun enn, að lög um þessi efni gátu aldrei og áttu aldrei að rýra rétt lánþega að neinu leyti. Lögin byggðu á fyrri leiðsögn Hæstaréttar um að reikna ætti lægstu vexti Seðlabankans í stað hinna erlendu vaxta allt frá upphafi lántöku. Hin nýja leiðsögn dómsins nú er hins vegar sú að ekki sé heimilt að krefjast hærri vaxta vegna þess sem liðið er hafi vextirnir verið greiddir og fullnaðarkvittun liggi fyrir. Um leið og ég fagna þeim aukna rétti og þeim bætta hag sem nýfallinn dómur Hæstaréttar færir þeim tugþúsundum heimila sem tekið höfðu ólögleg gengisbundin lán, kalla ég eftir samstöðu og yfirvegun allra við úrlausn málsins og álitaefna sem upp koma. Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun