Erlent

Reknir úr landi en fengu bætur

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Dæmi eru um að fangaverðir frá Auschwitz hafi fengið lífeyri frá Bandaríkjunum.
Dæmi eru um að fangaverðir frá Auschwitz hafi fengið lífeyri frá Bandaríkjunum. fréttablaðið/AP
Bandaríkin, AP Tugir þýskra nasista, sem höfðu reynt að fara huldu höfði í Bandaríkjunum, voru reknir úr landi þaðan en fengu samt sem áður lífeyri frá Bandaríkjunum.

Einn þeirra, hinn níræði Jakob Denzinger, býr til dæmis í Króatíu þar sem hann fær mánaðarlega ávísun frá Bandaríkjunum upp á 1.500 dali, eða rúmlega 180 þúsund krónur.

Alls hafa að minnsta kosti 66 grunaðir nasistar verið reknir frá Bandaríkjunum frá árinu 1979, en 38 þeirra gátu tryggt sér greiðslur til framfæris með því að fara sjálfir úr landi áður en þeir voru formlega reknir burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×