Reglur vegna ofbeldismála óskrifaðar Svavar Hávarðsson skrifar 16. janúar 2016 07:00 Ofbeldi gagnvart fötluðum beinist helst gegn konum og börnum, en heilt yfir gegn þeim sem mesta þurfa hjálpina. nordicphotos/gettyimages Engar samræmdar verklagsreglur eru til hjá lögreglunni í landinu um viðbrögð þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, um ofbeldi gegn fötluðu fólki og viðbrögð við því. Vekur upp fleiri spurningar„Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð. Þar sem ekki eru neinar samræmdar verklagsreglur af hálfu ríkislögreglustjóra getur það verið mjög mismunandi eftir lögregluumdæmum hvernig tekið er á málum einstaklinga,“ segir Steinunn Þóra um svar ráðherra. Að því er best verður séð byggist svarið á ítarlegri skoðun enda vitnað til umsagna nokkurra embætta, þar á meðal ríkislögreglustjóra, sem segir að unnið sé eftir almennum verklagsreglum um meðferð þessara mála. Samkvæmt þeim skal kalla til réttindagæslumann fatlaðs fólks í heimilisofbeldismálum. Eins að kalla skal til „kunnáttumann“ til aðstoðar ef þeir sem málinu tengjast geta ekki tjáð sig, og skiptir þá ekki máli hvort um geranda eða þolanda ræðir. Sérstaklega er þess getið í svarinu að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi hefur að eigin frumkvæði sett sér reglur, sem virðist byggja undir þá skoðun allmargra viðmælenda Fréttablaðsins að þörfin á sérstökum vinnu- eða verklagsreglum sé mikil. Embætti ríkissaksóknara segir að til standi að gefa út „almenn fyrirmæli til allra lögreglustjóra um tilhögun skýrslutöku af viðkvæmum vitnum og sakborningum“. Jákvæðir punktarSteinunn Þóra ÁrnadóttirÞetta segir Steinunn Þóra að sé jákvætt. „Þá kemur fram í svarinu að komið sé inn á málefnið í nokkrum námskeiðum í grunnnámi lögreglunema. Mér finnst orðalagið þó gefa til kynna að það sé ekki mjög miklum tíma varið í þetta.“ Hér vísar Steinunn Þóra til þess hluta fyrirspurnarinnar sem lýtur að því hvort fræðsla um ofbeldisbrot gagnvart fötluðu fólki almennt, og fötluðum stúlkum og konum sérstaklega, sé þáttur í fagmenntun lögreglumanna og dómara. Upplýsingar um námið koma frá Lögregluskóla ríkisins þar sem einnig er greint frá námskeiðahaldi „þar sem fjallað var um rannsóknir kynferðisbrota með sérstaka áherslu á brot gegn börnum en jafnframt vegna annarra þolenda, þar á meðal fatlaðs fólks“. Ríkissaksóknari nefnir að á fræðslufundi embættisins í fyrra hafi verið fjallað um skýrslutökur af viðkvæmum vitnum og sakborningum og farið yfir hverjir teljast til þessa hóps með sérstakri áherslu á fólk með þroskahömlun. Til skýringar skal þess getið, og með vísan í þennan hluta fyrirspurnar Steinunnar Þóru, að þá staðfestir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, að áhersla á konur og börn er engin tilviljun. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að konur með þroskahömlun og fötluð börn séu í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi, auk þeirra sem eru háðir mikilli aðstoð í daglegu lífi.“ Fræðsla til dómara enginÍ umsögn dómstólaráðs segir að ákvæði dómstólalaga geri ráð fyrir að þeir einir geti verið skipaðir dómarar sem teljist til þess hæfir í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar. Þá sé gerð krafa um að dómarar haldi við þekkingu sinni í lögum, haldin séu endurmenntunarnámskeið í því skyni og að dómurum standi til boða að sækja um leyfi frá störfum til endurmenntunar. „Á hinn bóginn sé ekki mælt fyrir um það í lögum í einstökum atriðum hvernig dómarar skuli sinna endurmenntunarskyldu sinni og það er því á ábyrgð hvers dómara hvernig hann sinnir þeirri skyldu. Í umsögninni segir að þar af leiðandi sé ekki mögulegt að svara því til hvort einhverjir dómarar hafi sótt sér fræðslu um ofbeldisbrot gegn fötluðu fólki en fagráð um endurmenntun dómara hefur ekki haldið sérstök námskeið þar um.“ Þetta svar dómstólaráðs veldur Steinunni Þóru áhyggjum. „Það veldur mér áhyggjum og vonbrigðum að fræðsla til dómara um ofbeldi gegn fötluðu fólki er engin. Þar sem ekki hafa verið haldin námskeið um þetta efni hjá fagráði um endurmenntun dómara verður að teljast harla ólíklegt að einhverjir dómarar hafi sótt sér fræðslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki.“ Almenn viðmið um réttláta málsmeðferðEru formlegar kvörtunarleiðir til staðar fyrir fatlaðar konur sem hafa mátt þola ofbeldi? Hafa lögregla, lögmenn, saksóknarar og dómarar fengið þjálfun á sviði fötlunar og ofbeldis gegn fötluðum konum í því skyni að styrkja stöðu fatlaðra kvenna sem kæra ofbeldi og til að tryggja að litið sé á þær sem trúverðuga einstaklinga þegar þær tilkynna glæp eða koma fyrir dóm? Eru óhefðbundnar tjáskiptaleiðir viðurkenndar (t.d. af lögreglu og dómstólum) og njóta þær jafnræðis á við hefðbundnari samskiptaleiðir þegar fatlaðar konur tilkynna ofbeldi? Eiga fatlaðar konur rétt á ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir og við réttarhöld? Er aðgangur fatlaðra kvenna að lögfræðiaðstoð tryggður? Eiga fatlaðar konur rétt á ókeypis sálfélagslegri aðstoð við réttarhöld? Er til staðar löggjöf um ofbeldi gegn konum (t.d. sérstök lög um heimilisofbeldi) og er henni beitt þegar um er að ræða fatlaðar konur sem búa á stofnunum eða njóta umönnunar á heimilum sínum? Eru til staðar formlegar samskiptaleiðir milli lögreglu og þjónustuveitanda ef ofbeldi gegn fötluðum konum er tilkynnt til lögreglu? Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Engar samræmdar verklagsreglur eru til hjá lögreglunni í landinu um viðbrögð þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna, um ofbeldi gegn fötluðu fólki og viðbrögð við því. Vekur upp fleiri spurningar„Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð. Þar sem ekki eru neinar samræmdar verklagsreglur af hálfu ríkislögreglustjóra getur það verið mjög mismunandi eftir lögregluumdæmum hvernig tekið er á málum einstaklinga,“ segir Steinunn Þóra um svar ráðherra. Að því er best verður séð byggist svarið á ítarlegri skoðun enda vitnað til umsagna nokkurra embætta, þar á meðal ríkislögreglustjóra, sem segir að unnið sé eftir almennum verklagsreglum um meðferð þessara mála. Samkvæmt þeim skal kalla til réttindagæslumann fatlaðs fólks í heimilisofbeldismálum. Eins að kalla skal til „kunnáttumann“ til aðstoðar ef þeir sem málinu tengjast geta ekki tjáð sig, og skiptir þá ekki máli hvort um geranda eða þolanda ræðir. Sérstaklega er þess getið í svarinu að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi hefur að eigin frumkvæði sett sér reglur, sem virðist byggja undir þá skoðun allmargra viðmælenda Fréttablaðsins að þörfin á sérstökum vinnu- eða verklagsreglum sé mikil. Embætti ríkissaksóknara segir að til standi að gefa út „almenn fyrirmæli til allra lögreglustjóra um tilhögun skýrslutöku af viðkvæmum vitnum og sakborningum“. Jákvæðir punktarSteinunn Þóra ÁrnadóttirÞetta segir Steinunn Þóra að sé jákvætt. „Þá kemur fram í svarinu að komið sé inn á málefnið í nokkrum námskeiðum í grunnnámi lögreglunema. Mér finnst orðalagið þó gefa til kynna að það sé ekki mjög miklum tíma varið í þetta.“ Hér vísar Steinunn Þóra til þess hluta fyrirspurnarinnar sem lýtur að því hvort fræðsla um ofbeldisbrot gagnvart fötluðu fólki almennt, og fötluðum stúlkum og konum sérstaklega, sé þáttur í fagmenntun lögreglumanna og dómara. Upplýsingar um námið koma frá Lögregluskóla ríkisins þar sem einnig er greint frá námskeiðahaldi „þar sem fjallað var um rannsóknir kynferðisbrota með sérstaka áherslu á brot gegn börnum en jafnframt vegna annarra þolenda, þar á meðal fatlaðs fólks“. Ríkissaksóknari nefnir að á fræðslufundi embættisins í fyrra hafi verið fjallað um skýrslutökur af viðkvæmum vitnum og sakborningum og farið yfir hverjir teljast til þessa hóps með sérstakri áherslu á fólk með þroskahömlun. Til skýringar skal þess getið, og með vísan í þennan hluta fyrirspurnar Steinunnar Þóru, að þá staðfestir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, að áhersla á konur og börn er engin tilviljun. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að konur með þroskahömlun og fötluð börn séu í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi, auk þeirra sem eru háðir mikilli aðstoð í daglegu lífi.“ Fræðsla til dómara enginÍ umsögn dómstólaráðs segir að ákvæði dómstólalaga geri ráð fyrir að þeir einir geti verið skipaðir dómarar sem teljist til þess hæfir í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar. Þá sé gerð krafa um að dómarar haldi við þekkingu sinni í lögum, haldin séu endurmenntunarnámskeið í því skyni og að dómurum standi til boða að sækja um leyfi frá störfum til endurmenntunar. „Á hinn bóginn sé ekki mælt fyrir um það í lögum í einstökum atriðum hvernig dómarar skuli sinna endurmenntunarskyldu sinni og það er því á ábyrgð hvers dómara hvernig hann sinnir þeirri skyldu. Í umsögninni segir að þar af leiðandi sé ekki mögulegt að svara því til hvort einhverjir dómarar hafi sótt sér fræðslu um ofbeldisbrot gegn fötluðu fólki en fagráð um endurmenntun dómara hefur ekki haldið sérstök námskeið þar um.“ Þetta svar dómstólaráðs veldur Steinunni Þóru áhyggjum. „Það veldur mér áhyggjum og vonbrigðum að fræðsla til dómara um ofbeldi gegn fötluðu fólki er engin. Þar sem ekki hafa verið haldin námskeið um þetta efni hjá fagráði um endurmenntun dómara verður að teljast harla ólíklegt að einhverjir dómarar hafi sótt sér fræðslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki.“ Almenn viðmið um réttláta málsmeðferðEru formlegar kvörtunarleiðir til staðar fyrir fatlaðar konur sem hafa mátt þola ofbeldi? Hafa lögregla, lögmenn, saksóknarar og dómarar fengið þjálfun á sviði fötlunar og ofbeldis gegn fötluðum konum í því skyni að styrkja stöðu fatlaðra kvenna sem kæra ofbeldi og til að tryggja að litið sé á þær sem trúverðuga einstaklinga þegar þær tilkynna glæp eða koma fyrir dóm? Eru óhefðbundnar tjáskiptaleiðir viðurkenndar (t.d. af lögreglu og dómstólum) og njóta þær jafnræðis á við hefðbundnari samskiptaleiðir þegar fatlaðar konur tilkynna ofbeldi? Eiga fatlaðar konur rétt á ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir og við réttarhöld? Er aðgangur fatlaðra kvenna að lögfræðiaðstoð tryggður? Eiga fatlaðar konur rétt á ókeypis sálfélagslegri aðstoð við réttarhöld? Er til staðar löggjöf um ofbeldi gegn konum (t.d. sérstök lög um heimilisofbeldi) og er henni beitt þegar um er að ræða fatlaðar konur sem búa á stofnunum eða njóta umönnunar á heimilum sínum? Eru til staðar formlegar samskiptaleiðir milli lögreglu og þjónustuveitanda ef ofbeldi gegn fötluðum konum er tilkynnt til lögreglu?
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?