Innlent

Refum fjölgar í borgarlandinu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Refir eru ekki farnir að færa sig nær byggð.
Mynd/Lucie abolivier
Refir eru ekki farnir að færa sig nær byggð. Mynd/Lucie abolivier Mynd/Lucie Abolivier
„Refirnir eru ekki að færa sig nær byggð heldur er farið að byggja meira á þeirra svæði. Það hafa alltaf verið refir í Heiðmörk og á Urriðaholtinu. Ég ólst upp í Garðabænum og þvældist þarna um sem krakki. Þá varð ég af og til vör við refi,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðumaður Melrakkaseturs.

Hún segir refastofninn hafa stækkað og þess vegna ekki óeðlilegt að menn verði varir við refi í borgarlandinu. Refir hafa sést við Reykjanesbrautina og dæmi eru um að ekið hafi verið á þá.

„Það er mikilvægt að setja ekki út æti fyrir refina og lokka þá þannig til sín. Þá hætta þeir að vera hræddir og koma nær. Þetta eru villt dýr sem eiga ekki að vera í byggð,“ segir Ester Rut.

Hún tekur það jafnframt fram að afar mikilvægt sé að gengið sé vel frá matarleifum. „Þeir sem búa nálægt þeim svæðum þar sem refir halda sig þurfa að hafa það sérstaklega í huga að ganga vel frá sorpi svo að refir komist ekki í það. Hið sama gildir um sumarbústaðaeigendur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×