Refum fækkar ört á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2014 18:23 Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014. Vísir/Vilhelm Refum er farið að fækka á Íslandi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýju mati Náttúrufræðistofnunar voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010. Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014.Í fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar eru ástæður þessarar stofnbreytingar óþekktar en tengjast líklega veðurfari, fæðuskilyrðum, heilbrigði dýranna og jafnvel aðbornum mengunarefnum. „Veiðimenn eru lykilaðilar í vöktun og rannsóknum á refastofninum en þeir senda hræ af felldum dýrum til krufninga og aldursgreiningar,“ segir í tilkynningunni. Nýjustu útreikningar á stærð íslenska refastofnsins sýna að refum hefur fækkað talsvert á undanförnum árum. „Er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar hófust að refum fækkar á landinu. Haustið 2007 hafði stofninn verið í samfelldum vexti í meira en 30 ár og var orðinn ríflega áttfalt stærri en í upphafi vöktunarinnar árið 1979. Um þær mundir var íslenski refastofninn að rétta úr sér eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki.“ Náttúrufræðistofnunin segir stofnbreytinguna vera misjafna og að fjölgunin hafi farið rólega fram fyrstu 15 til 20 árin. „Árið 1997 fór stofninn að vaxa hraðar en á þeim tíma var áhersla aukin á vetrarveiði þó grenjavinnsla hafi ekki minnkað að sama skapi. Enn hraðari aukning varð eftir 2004 og náði hún hámarki árið 2008. Næstu tvö árin, 2009 og 2010, fækkaði refum mikið eða um 32% á landinu í heild. Vísbendingar eru um að fækkunin hafi haldið áfram næstu ár, 2011-2014, en ekki er hægt að fullyrða að svo hafi verið á þessu stigi.“Áætluð lágmarksstærð íslenska refastofnsins að haustlagi hvert ár. Lóðréttu línurnar sýna 95% öryggismörk og eru þau stærri eftir því sem nær dregur í tíma vegna þess að talsverður hluti hvers árgangs er enn óveiddur.Mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Refum er farið að fækka á Íslandi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýju mati Náttúrufræðistofnunar voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010. Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014.Í fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar eru ástæður þessarar stofnbreytingar óþekktar en tengjast líklega veðurfari, fæðuskilyrðum, heilbrigði dýranna og jafnvel aðbornum mengunarefnum. „Veiðimenn eru lykilaðilar í vöktun og rannsóknum á refastofninum en þeir senda hræ af felldum dýrum til krufninga og aldursgreiningar,“ segir í tilkynningunni. Nýjustu útreikningar á stærð íslenska refastofnsins sýna að refum hefur fækkað talsvert á undanförnum árum. „Er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar hófust að refum fækkar á landinu. Haustið 2007 hafði stofninn verið í samfelldum vexti í meira en 30 ár og var orðinn ríflega áttfalt stærri en í upphafi vöktunarinnar árið 1979. Um þær mundir var íslenski refastofninn að rétta úr sér eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki.“ Náttúrufræðistofnunin segir stofnbreytinguna vera misjafna og að fjölgunin hafi farið rólega fram fyrstu 15 til 20 árin. „Árið 1997 fór stofninn að vaxa hraðar en á þeim tíma var áhersla aukin á vetrarveiði þó grenjavinnsla hafi ekki minnkað að sama skapi. Enn hraðari aukning varð eftir 2004 og náði hún hámarki árið 2008. Næstu tvö árin, 2009 og 2010, fækkaði refum mikið eða um 32% á landinu í heild. Vísbendingar eru um að fækkunin hafi haldið áfram næstu ár, 2011-2014, en ekki er hægt að fullyrða að svo hafi verið á þessu stigi.“Áætluð lágmarksstærð íslenska refastofnsins að haustlagi hvert ár. Lóðréttu línurnar sýna 95% öryggismörk og eru þau stærri eftir því sem nær dregur í tíma vegna þess að talsverður hluti hvers árgangs er enn óveiddur.Mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira