Refum fækkar ört á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2014 18:23 Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014. Vísir/Vilhelm Refum er farið að fækka á Íslandi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýju mati Náttúrufræðistofnunar voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010. Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014.Í fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar eru ástæður þessarar stofnbreytingar óþekktar en tengjast líklega veðurfari, fæðuskilyrðum, heilbrigði dýranna og jafnvel aðbornum mengunarefnum. „Veiðimenn eru lykilaðilar í vöktun og rannsóknum á refastofninum en þeir senda hræ af felldum dýrum til krufninga og aldursgreiningar,“ segir í tilkynningunni. Nýjustu útreikningar á stærð íslenska refastofnsins sýna að refum hefur fækkað talsvert á undanförnum árum. „Er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar hófust að refum fækkar á landinu. Haustið 2007 hafði stofninn verið í samfelldum vexti í meira en 30 ár og var orðinn ríflega áttfalt stærri en í upphafi vöktunarinnar árið 1979. Um þær mundir var íslenski refastofninn að rétta úr sér eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki.“ Náttúrufræðistofnunin segir stofnbreytinguna vera misjafna og að fjölgunin hafi farið rólega fram fyrstu 15 til 20 árin. „Árið 1997 fór stofninn að vaxa hraðar en á þeim tíma var áhersla aukin á vetrarveiði þó grenjavinnsla hafi ekki minnkað að sama skapi. Enn hraðari aukning varð eftir 2004 og náði hún hámarki árið 2008. Næstu tvö árin, 2009 og 2010, fækkaði refum mikið eða um 32% á landinu í heild. Vísbendingar eru um að fækkunin hafi haldið áfram næstu ár, 2011-2014, en ekki er hægt að fullyrða að svo hafi verið á þessu stigi.“Áætluð lágmarksstærð íslenska refastofnsins að haustlagi hvert ár. Lóðréttu línurnar sýna 95% öryggismörk og eru þau stærri eftir því sem nær dregur í tíma vegna þess að talsverður hluti hvers árgangs er enn óveiddur.Mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Refum er farið að fækka á Íslandi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýju mati Náttúrufræðistofnunar voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010. Fækkunin tekur jafnt til þeirra svæða þar sem refurinn er veiddur og til friðlanda eins og á Hornströndum en þar varð hrun í stofninum árið 2014.Í fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar eru ástæður þessarar stofnbreytingar óþekktar en tengjast líklega veðurfari, fæðuskilyrðum, heilbrigði dýranna og jafnvel aðbornum mengunarefnum. „Veiðimenn eru lykilaðilar í vöktun og rannsóknum á refastofninum en þeir senda hræ af felldum dýrum til krufninga og aldursgreiningar,“ segir í tilkynningunni. Nýjustu útreikningar á stærð íslenska refastofnsins sýna að refum hefur fækkað talsvert á undanförnum árum. „Er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar hófust að refum fækkar á landinu. Haustið 2007 hafði stofninn verið í samfelldum vexti í meira en 30 ár og var orðinn ríflega áttfalt stærri en í upphafi vöktunarinnar árið 1979. Um þær mundir var íslenski refastofninn að rétta úr sér eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki.“ Náttúrufræðistofnunin segir stofnbreytinguna vera misjafna og að fjölgunin hafi farið rólega fram fyrstu 15 til 20 árin. „Árið 1997 fór stofninn að vaxa hraðar en á þeim tíma var áhersla aukin á vetrarveiði þó grenjavinnsla hafi ekki minnkað að sama skapi. Enn hraðari aukning varð eftir 2004 og náði hún hámarki árið 2008. Næstu tvö árin, 2009 og 2010, fækkaði refum mikið eða um 32% á landinu í heild. Vísbendingar eru um að fækkunin hafi haldið áfram næstu ár, 2011-2014, en ekki er hægt að fullyrða að svo hafi verið á þessu stigi.“Áætluð lágmarksstærð íslenska refastofnsins að haustlagi hvert ár. Lóðréttu línurnar sýna 95% öryggismörk og eru þau stærri eftir því sem nær dregur í tíma vegna þess að talsverður hluti hvers árgangs er enn óveiddur.Mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira