Fótbolti

Refsing Real Madrid milduð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Real Madrid fagna.
Leikmenn Real Madrid fagna.
Real Madrid má kaupa nýja leikmenn til félagsins næsta sumar en það er niðurstaða gerðardómstóls íþróttamála í Lausanne [e. CAS]. Frá þessu er greint á vef BBC.

Spænska stórliðinu hafði upphaflega verið bannað að kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum, í janúar á næsta ári og næsta sumar.

Sjá einnig: Madrídarliðin í félagaskiptabann

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, ákvað að refsa Real Madrid fyrir brot á reglum um félagaskipti leikmanna átján ára og yngri með þessum hætti og beitti einnig Atletico Madrid sömu refsingu.

Bæði félögin fóru með mál sitt fyrir gerðardómstólinn en niðurstaða í máli Atletico Madrid hefur ekki verið birt.

Real Madrid var einnig sektað um 40 milljónir króna en sú sekt var lækkuð í 26,5 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×