Innlent

Réðst á unnustu sína: Fangelsisvist stytt úr sextán mánuðum í þrjá

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði unnustu sína þáverandi hafa fengið áverka við að falla á eldhúsinnréttingu á heimili hennar.
Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði unnustu sína þáverandi hafa fengið áverka við að falla á eldhúsinnréttingu á heimili hennar. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur dæmt 24 ára karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa veist að þáverandi unnustu sinni á heimili hennar í Breiðholti. Fresta skal fullnustu níu mánaða af refsingunni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu dómsins haldi ákærði almennt skilorð.

Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í sextán mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Manninum var gefið að sök að hafa skellt höfði konunnar í gólfið þannig að hægri hluti andlits hennar lenti í gólfinu og hélt hann henni niðri. Maðurinn sparkaði í vinstra auga hennar, íklæddur skóm og tók í hár hennar og ýtti henni upp í rúm þar sem hann tók kverkataki um háls hennar. Konan hlaut miklar bólgur, roða, mar og eymsli í andliti, á höfði og líkama. Þá tognaði hún á hálshrygg, rif- og bringubeini og vinstri litlu tá.

Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði unnustu sína þáverandi hafa fengið áverka við að falla á eldhúsinnréttingu á heimili hennar. Konan leitaði á slysadeild í kjölfar atviksins, sem átti sér stað í október 2012. Farið var með hana í sneiðmyndatöku af höfði og andlitsbeinum, ljósmyndir voru teknar og hjartalínurit og var framburður hennar því talinn trúverðugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×