Fótbolti

Real Madrid bakkar út úr kapphlaupinu um Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Manchester United er nú skrefi nær að klófesta stórstjörnuna Paul Pogba eftir að Real Madrid dró sig úr kapphlaupinu. Þetta hefur Sky Sports samkvæmt heimildum.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur fjárhagsstaða United gefið þeim sterkt forskot á að klófesta Pogba.

Á þessum tímapunkti er talið að Pogba sé að kosta um 85 milljónir punda, en þegar allskyns bónusar og annað er tekið inn í kaupin er talið að hann muni kostar í kringum 100 milljónir punda.

Pogba fær heldur betur góð laun hjá United, en hann er talinn fá 250 þúsund punda á viku á fimm ára samningi sínum hjá United.

Heimildir Sky Sports herma að þessar tölur hafi fælt Real Madrid frá, en Florentino Perez, forseti Real, er ekki sagður hafa viljað borga svo mikið fyrir Frakkann.

Spænska liðið mun nú snúa sér að Andre Gomes, Portúgalanum í liði Valencia, en hann er falur fyrir 42 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×