Fótbolti

Rautt á Ragnar í jafntefli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Sigurðsson fékk reisupassann í 1-1 jafntefli FC Kaupmannahafnar gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gestirnir komust yfir á 19. mínútu og ekki bætti úr skák þegar Ragnar fauk af velli á 77. mínútu. Varamaðurinn Cesar Santin tryggði heimamönnum eitt stig á Parken með parki fimm mínútum fyrir leikslok.

Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins. FCK hefur byrjað leiktíðina skelfilega. Liðið hefur sjö stig í 10. sæti í tólf liða deild eftir átta umferðir.

Danskur fjölmiðlamaður hrósaði Ragnari eftir leik. Sagði hann hafa viðurkennt mistök sín í rauða spjaldinu, beðið liðsfélaga afsökunar og verið fyrstur til að gefa sig á tal við blaðamenn í leikslok.

Indriði Sigurðsson var í byrjunarliði Viking og Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Haugesund. Andrés Már Jóhannesson var ekki í leikmannahópi Haugesund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×