Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Svavar Hávarðsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Skipið sem mun framkvæma könnunina á milli Færeyja og Íslands heitir Stril Explorer og hefur verið í eigu MMT frá því í fyrra. Um 50 manns munu koma að rannsóknum. MYND/MMA Sjávarbotnsrannsókn vegna lagningar sæstrengs á milli Bretlands og Íslands hefst í vikunni og stendur í allt sumar. Félagið sem stendur fyrir rannsókninni er Atlantic Superconnection (ASC); félag breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp sæstreng á milli landanna. ASC hefur fengið sænska hafrannsóknarfyrirtækið MMT til verksins en gefur ekki upp hversu kostnaðarsamt verkefnið er vegna samkeppnissjónarmiða. Orkustofnun hefur gefið út leyfi fyrir rannsókninni. Landsvirkjun telur sölu á rafmagni til Evrópu í gegnum sæstreng mjög áhugaverðan kost enda um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Seinagangur heimavinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið nefndur, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur þvertekið fyrir og segir að aðeins sé verið að vinna nauðsynlega heimavinnu.Botnrannsóknir ASC vekja því athygli, en fyrirtækið áréttar að þær komi viðræðum landanna ekki við – þær séu enn þá á óformlegu stigi. Könnunin er gerð til að gefa skýrari mynd af mikilvægum tækniatriðum. Byrjað verður að rannsaka hafsbotninn við Færeyjar, upp með Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og þaðan upp að austurströnd Íslands. Síðari hluti rannsóknarinnar fer fram á hafsbotninum á milli Færeyja og suður að norðurhluta Bretlands. Áhætta á röskun lífríkis er talin hverfandi. Forsvarsmenn ASC eru bjartsýnir á að rannsóknin nýtist vel í verkefninu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Sjávarbotnsrannsókn vegna lagningar sæstrengs á milli Bretlands og Íslands hefst í vikunni og stendur í allt sumar. Félagið sem stendur fyrir rannsókninni er Atlantic Superconnection (ASC); félag breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp sæstreng á milli landanna. ASC hefur fengið sænska hafrannsóknarfyrirtækið MMT til verksins en gefur ekki upp hversu kostnaðarsamt verkefnið er vegna samkeppnissjónarmiða. Orkustofnun hefur gefið út leyfi fyrir rannsókninni. Landsvirkjun telur sölu á rafmagni til Evrópu í gegnum sæstreng mjög áhugaverðan kost enda um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Seinagangur heimavinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið nefndur, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur þvertekið fyrir og segir að aðeins sé verið að vinna nauðsynlega heimavinnu.Botnrannsóknir ASC vekja því athygli, en fyrirtækið áréttar að þær komi viðræðum landanna ekki við – þær séu enn þá á óformlegu stigi. Könnunin er gerð til að gefa skýrari mynd af mikilvægum tækniatriðum. Byrjað verður að rannsaka hafsbotninn við Færeyjar, upp með Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og þaðan upp að austurströnd Íslands. Síðari hluti rannsóknarinnar fer fram á hafsbotninum á milli Færeyja og suður að norðurhluta Bretlands. Áhætta á röskun lífríkis er talin hverfandi. Forsvarsmenn ASC eru bjartsýnir á að rannsóknin nýtist vel í verkefninu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira