Rannsóknarhagsmunir og viðskiptahagsmunir Sigríður Á. Andersen skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum. Niðurstaða þeirrar skoðunar var þá að halda áfram samstarfi við sænska rannsóknarstofu á þessu sviði. Ég nefndi einnig að það gæti verið kostur fremur en galli að framkvæma svo viðkvæmar og sérhæfðar rannsóknir erlendis en ekki hér í fámenninu þar sem allir þekkja alla. Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“. Það er auðvitað ekki nýtt að handhafar sannleikans þurfi að nota svo stór orð um hinn léttvæga málstað andstæðingsins. En ástæðan sem Kári gefur upp fyrir reiðilestri sínum er að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt. Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.Áhyggjuefni Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni. Þá er það sannarlega óvarfærið af forstjóranum að setja þessar hugmyndir sínar fram í samhengi við þann harmleik sem nýlega hefur átt sér stað hér á landi. Slíkar tilvísanir leiða tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Ég flutti á síðasta kjörtímabili frumvarp um brotfall laga sem veita fjármálaráðherra heimild til að veita bandarísku fyrirtæki að nafni DeCODE Genetics Inc. ríkisábyrgð fyrir allt að 200 milljónir Bandaríkjadala vegna aukinnar starfsemi dótturfélags, Íslenskar erfðagreiningar, hér á landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga fyrir þinglok. Heimildin til 23 milljarða króna ríkisábyrgðarinnar á þessum viðskiptaævintýrum Kára Stefánssonar stendur því enn óhögguð í íslenskum lögum. Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum. Niðurstaða þeirrar skoðunar var þá að halda áfram samstarfi við sænska rannsóknarstofu á þessu sviði. Ég nefndi einnig að það gæti verið kostur fremur en galli að framkvæma svo viðkvæmar og sérhæfðar rannsóknir erlendis en ekki hér í fámenninu þar sem allir þekkja alla. Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“. Það er auðvitað ekki nýtt að handhafar sannleikans þurfi að nota svo stór orð um hinn léttvæga málstað andstæðingsins. En ástæðan sem Kári gefur upp fyrir reiðilestri sínum er að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt. Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.Áhyggjuefni Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni. Þá er það sannarlega óvarfærið af forstjóranum að setja þessar hugmyndir sínar fram í samhengi við þann harmleik sem nýlega hefur átt sér stað hér á landi. Slíkar tilvísanir leiða tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Ég flutti á síðasta kjörtímabili frumvarp um brotfall laga sem veita fjármálaráðherra heimild til að veita bandarísku fyrirtæki að nafni DeCODE Genetics Inc. ríkisábyrgð fyrir allt að 200 milljónir Bandaríkjadala vegna aukinnar starfsemi dótturfélags, Íslenskar erfðagreiningar, hér á landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga fyrir þinglok. Heimildin til 23 milljarða króna ríkisábyrgðarinnar á þessum viðskiptaævintýrum Kára Stefánssonar stendur því enn óhögguð í íslenskum lögum. Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun