Innlent

Rannsókn á hjólreiðaslysi gengur hægt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einhverjar vísbendingar hafa komið fram en málið er erfitt viðfangs og rannsókn miðar hægt.
Einhverjar vísbendingar hafa komið fram en málið er erfitt viðfangs og rannsókn miðar hægt.
Rannsókn lögreglu á því hver strengdi vír yfir hjólabrú í Elliðaárdalnum síðastliðinn laugardag er í fullum gangi en gengur hægt.

Maður slasaðist illa þegar hann hjólaði á vírinn en sauma þurfti tíu spor á enni mannsins, hann er líklega tognaður á öxl og er verulega marinn og bólginn víðs vegar um líkamann. Honum er gert að vera frá vinnu í einhvern tíma vegna áverkanna.

Lögreglan segir að svona mál séu erfið viðfangs og hefur hún því óskað eftir vísbendingum frá almenningi um hver gæti hafa strengt vírinn yfir brúna.

Einhverjar vísbendingar hafa komið fram en ef einhver býr yfir upplýsingum um slysið má hafa samband við lögregluna með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða í gegnum einkaskilaboð á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×