Innlent

Rannsókn á HIV-máli lokið

nadine guðrún yaghi skrifar
Staðfest er að maðurinn hafi smitað tvær konur.
Staðfest er að maðurinn hafi smitað tvær konur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Rannsókn á máli nígerísks hælisleitanda sem handtekinn var þann 23. júlí í fyrra, grunaður um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV-veirunni, er lokið. Málið hefur verið sent til héraðssaksóknara sem vinnur nú að því að fara yfir gögn málsins.

Lögregla hafði óskað eftir gögnum erlendis frá vegna rannsóknar málsins og er það meðal annars ástæða þess hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Staðfest er að maðurinn smitaði tvær konur hér á landi.

„Nú metum við hvort málið sé líklegt til sakfellingar eða ekki og vonum að það verði fyrr en síðar,“ segir Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins teygði rannsókn lögreglu sig til Sviss en lögregluyfirvöld þar í landi heimsóttu fyrrverandi kærustur mannsins og yfirheyrðu þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×