Innlent

Rannsaka áhrif þangs á blóðsykur

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Íslenska þangið sem hefur lengi verið notað til manneldis gæti nýst til lækninga.
Íslenska þangið sem hefur lengi verið notað til manneldis gæti nýst til lækninga. Vísir/heiða
Hafin er rannsókn til að kanna áhrif bóluþangs á skammtíma blóðsykur hjá fullorðnum einstaklingum.

„Rannsóknir á lífvirkum efnum í þanginu bæði hér heima og erlendis benda til þess að það geti haft jákvæð áhrif á blóðsykur,“ segir Aníta Sif Elídóttir næringarfræðingur. Hún mun hjálpa til við framkvæmd rannsóknarinnar sem Rannsóknarstofa í öldrunarfræðum og matvæla-og næringarfræðideild Háskóla Íslands hefur umsjón með. Rannsóknin er unnin sem hluti af samnorrænu verkefni um lífvirkni þörunga sem styrkt er af Nordic Innovation og stýrt af Matís.

Helsta virkni þangsins felst í því að það dregur úr upptöku kolvetna í meltingarvegi.

Nú er leitað að þátttakendum í rannsóknina sem þurfa að vera heilbrigðir, 40 ára og eldri með líkamsþyngdarstuðul 30 kg/m2 eða hærri. „Rannsóknin fer í stuttu máli þannig fram að þátttakendur munu mæta þrisvar sinnum og fá mismunandi skammta af blöðruþangi ásamt 50 g af kolvetnum. Þá eru framkvæmd blóðsykurspróf og líkamsmælingar,“ segir Aníta. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×