Rangt og rétt um tónlistarnám Oddný Sturludóttir skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Nokkrar rangfærslur eru á lofti um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík. Sagt er að borgin ætli ekki að niðurgreiða nám nemenda sem eru 16 ára og eldri. Það er rangt. Talað er um 50% niðurskurð og sagt að borgarstjórn ætli sér að rústa tónlistarskólum í Reykjavík og loka gamalgrónum skólum sem hafa skilað frábæru starfi. Það er líka rangt. Hið rétta er að allir flokkar í borgarstjórn eru samstíga í því að sjö ára gömlu viðræðuferli milli sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðherra ljúki svo hægt sé að eyða óvissu um tónlistarnám lengra kominna. Hið rétta er líka að til að sýna þann vilja í verki hafa allir flokkar í borgarstjórn samþykkt að setja börn og ungmenni í forgang þegar kemur að tónlistarnámi og að aldursviðmið af einhverju tagi verði sett haustið 2011. Þau eru enn óútfærð en munu taka tillit til samsetningar nemenda í tónlistarskólum, sérstöðu ákveðinna hljóðfæra og ótvíræðrar sérstöðu söngnáms. Allir flokkar í borgarstjórn vilja móta stefnu til framtíðar og eyða óþolandi og árlegri óvissu um framtíðarskipan tónlistarnáms eldri nemenda. Við stöndum með tónlistarfólki um samfellu í tónlistarnámi og mikilvægi þess að sérstaða námsins sé virt í verkaskiptaviðræðum. Núverandi fyrirkomulag setur tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum skorður, því margir tónlistarskólar í Reykjavík eru skólar allra landsmanna og í þá sækja nemendur hvaðanæva af. Þarfir þessara nemenda eru einn aðalhvatinn að viðræðum ríkis og borgar. Fjárhagsstaða borgarinnar er erfið. Skyldur borgarinnar eru margar. Hagræðing frá hruni í grunnskólum borgarinnar er nú orðin um 17%, hagræðing í tónlistarskólunum á sama tíma er um 25%. Á Menntasviði verðum við að forgangsraða úr sameiginlegum sjóðum þannig að leik- og grunnskólinn taki á sig minni hagræðingu en aðrir þættir. Í grunnskóla ganga öll börn, óháð atgervi, efnahag og félagslegri stöðu. Borgarstjórn hefur frá hruni lagt allt kapp á að verja velferðina, leik- og grunnskóla og aðrir þættir í starfsemi borgarinnar verða að lúta því þar til tekur að birta á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nokkrar rangfærslur eru á lofti um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík. Sagt er að borgin ætli ekki að niðurgreiða nám nemenda sem eru 16 ára og eldri. Það er rangt. Talað er um 50% niðurskurð og sagt að borgarstjórn ætli sér að rústa tónlistarskólum í Reykjavík og loka gamalgrónum skólum sem hafa skilað frábæru starfi. Það er líka rangt. Hið rétta er að allir flokkar í borgarstjórn eru samstíga í því að sjö ára gömlu viðræðuferli milli sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðherra ljúki svo hægt sé að eyða óvissu um tónlistarnám lengra kominna. Hið rétta er líka að til að sýna þann vilja í verki hafa allir flokkar í borgarstjórn samþykkt að setja börn og ungmenni í forgang þegar kemur að tónlistarnámi og að aldursviðmið af einhverju tagi verði sett haustið 2011. Þau eru enn óútfærð en munu taka tillit til samsetningar nemenda í tónlistarskólum, sérstöðu ákveðinna hljóðfæra og ótvíræðrar sérstöðu söngnáms. Allir flokkar í borgarstjórn vilja móta stefnu til framtíðar og eyða óþolandi og árlegri óvissu um framtíðarskipan tónlistarnáms eldri nemenda. Við stöndum með tónlistarfólki um samfellu í tónlistarnámi og mikilvægi þess að sérstaða námsins sé virt í verkaskiptaviðræðum. Núverandi fyrirkomulag setur tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum skorður, því margir tónlistarskólar í Reykjavík eru skólar allra landsmanna og í þá sækja nemendur hvaðanæva af. Þarfir þessara nemenda eru einn aðalhvatinn að viðræðum ríkis og borgar. Fjárhagsstaða borgarinnar er erfið. Skyldur borgarinnar eru margar. Hagræðing frá hruni í grunnskólum borgarinnar er nú orðin um 17%, hagræðing í tónlistarskólunum á sama tíma er um 25%. Á Menntasviði verðum við að forgangsraða úr sameiginlegum sjóðum þannig að leik- og grunnskólinn taki á sig minni hagræðingu en aðrir þættir. Í grunnskóla ganga öll börn, óháð atgervi, efnahag og félagslegri stöðu. Borgarstjórn hefur frá hruni lagt allt kapp á að verja velferðina, leik- og grunnskóla og aðrir þættir í starfsemi borgarinnar verða að lúta því þar til tekur að birta á ný.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar