Rangt og rétt um tónlistarnám Oddný Sturludóttir skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Nokkrar rangfærslur eru á lofti um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík. Sagt er að borgin ætli ekki að niðurgreiða nám nemenda sem eru 16 ára og eldri. Það er rangt. Talað er um 50% niðurskurð og sagt að borgarstjórn ætli sér að rústa tónlistarskólum í Reykjavík og loka gamalgrónum skólum sem hafa skilað frábæru starfi. Það er líka rangt. Hið rétta er að allir flokkar í borgarstjórn eru samstíga í því að sjö ára gömlu viðræðuferli milli sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðherra ljúki svo hægt sé að eyða óvissu um tónlistarnám lengra kominna. Hið rétta er líka að til að sýna þann vilja í verki hafa allir flokkar í borgarstjórn samþykkt að setja börn og ungmenni í forgang þegar kemur að tónlistarnámi og að aldursviðmið af einhverju tagi verði sett haustið 2011. Þau eru enn óútfærð en munu taka tillit til samsetningar nemenda í tónlistarskólum, sérstöðu ákveðinna hljóðfæra og ótvíræðrar sérstöðu söngnáms. Allir flokkar í borgarstjórn vilja móta stefnu til framtíðar og eyða óþolandi og árlegri óvissu um framtíðarskipan tónlistarnáms eldri nemenda. Við stöndum með tónlistarfólki um samfellu í tónlistarnámi og mikilvægi þess að sérstaða námsins sé virt í verkaskiptaviðræðum. Núverandi fyrirkomulag setur tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum skorður, því margir tónlistarskólar í Reykjavík eru skólar allra landsmanna og í þá sækja nemendur hvaðanæva af. Þarfir þessara nemenda eru einn aðalhvatinn að viðræðum ríkis og borgar. Fjárhagsstaða borgarinnar er erfið. Skyldur borgarinnar eru margar. Hagræðing frá hruni í grunnskólum borgarinnar er nú orðin um 17%, hagræðing í tónlistarskólunum á sama tíma er um 25%. Á Menntasviði verðum við að forgangsraða úr sameiginlegum sjóðum þannig að leik- og grunnskólinn taki á sig minni hagræðingu en aðrir þættir. Í grunnskóla ganga öll börn, óháð atgervi, efnahag og félagslegri stöðu. Borgarstjórn hefur frá hruni lagt allt kapp á að verja velferðina, leik- og grunnskóla og aðrir þættir í starfsemi borgarinnar verða að lúta því þar til tekur að birta á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nokkrar rangfærslur eru á lofti um framtíð tónlistarskóla í Reykjavík. Sagt er að borgin ætli ekki að niðurgreiða nám nemenda sem eru 16 ára og eldri. Það er rangt. Talað er um 50% niðurskurð og sagt að borgarstjórn ætli sér að rústa tónlistarskólum í Reykjavík og loka gamalgrónum skólum sem hafa skilað frábæru starfi. Það er líka rangt. Hið rétta er að allir flokkar í borgarstjórn eru samstíga í því að sjö ára gömlu viðræðuferli milli sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðherra ljúki svo hægt sé að eyða óvissu um tónlistarnám lengra kominna. Hið rétta er líka að til að sýna þann vilja í verki hafa allir flokkar í borgarstjórn samþykkt að setja börn og ungmenni í forgang þegar kemur að tónlistarnámi og að aldursviðmið af einhverju tagi verði sett haustið 2011. Þau eru enn óútfærð en munu taka tillit til samsetningar nemenda í tónlistarskólum, sérstöðu ákveðinna hljóðfæra og ótvíræðrar sérstöðu söngnáms. Allir flokkar í borgarstjórn vilja móta stefnu til framtíðar og eyða óþolandi og árlegri óvissu um framtíðarskipan tónlistarnáms eldri nemenda. Við stöndum með tónlistarfólki um samfellu í tónlistarnámi og mikilvægi þess að sérstaða námsins sé virt í verkaskiptaviðræðum. Núverandi fyrirkomulag setur tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum skorður, því margir tónlistarskólar í Reykjavík eru skólar allra landsmanna og í þá sækja nemendur hvaðanæva af. Þarfir þessara nemenda eru einn aðalhvatinn að viðræðum ríkis og borgar. Fjárhagsstaða borgarinnar er erfið. Skyldur borgarinnar eru margar. Hagræðing frá hruni í grunnskólum borgarinnar er nú orðin um 17%, hagræðing í tónlistarskólunum á sama tíma er um 25%. Á Menntasviði verðum við að forgangsraða úr sameiginlegum sjóðum þannig að leik- og grunnskólinn taki á sig minni hagræðingu en aðrir þættir. Í grunnskóla ganga öll börn, óháð atgervi, efnahag og félagslegri stöðu. Borgarstjórn hefur frá hruni lagt allt kapp á að verja velferðina, leik- og grunnskóla og aðrir þættir í starfsemi borgarinnar verða að lúta því þar til tekur að birta á ný.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar