Ragnhildur Steinunn frumsýnir á Gay Pride 19. júní 2012 21:00 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira