Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2013 13:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira