FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 11:30

Amy Schumer hćttir viđ ađ leika í Barbie

LÍFIĐ

Raggi Nat međ risaleik á Spáni

 
Körfubolti
22:45 19. MARS 2017
Ragnar er farinn ađ sýna hvađ í honum býr
Ragnar er farinn ađ sýna hvađ í honum býr VÍSIR/VILHELM
Guđmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Ragnar Nathanaelsson fór mikinn fyrir lið sitt Albacete í spænsku B-deildinni í körfubolta í gær.

Ragnar sem er betur þekktur sem Raggi Nat skoraði 15 stig og tók 12 fráköst, þar af 10 sóknarfráköst, á 25 mínútum.

Liðinu gekk þó ekki eins vel því það tapaði 84-73 fyrir Tarragona. Albacete er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex sigra í 25 leikjum en liðið hefur aðeins unnið einn leik á árinu.

Ægir Þór Steinarsson var einnig í eldlínunni á Spáni um helgina en hann skoraði 9 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst þegar lið hans Burgos lagði Araberri 87-70 í spænsku B-deildinni.

Burgos er í öðru sæti deildarinnar með 19 sigra í 28 leikjum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Raggi Nat međ risaleik á Spáni
Fara efst