Innlent

Rafmótor brann yfir í Selfosskirkju

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Slökkviliðið á Selfossi fékk útkall í Selfosskirkju á tólfta tímanum.
Slökkviliðið á Selfossi fékk útkall í Selfosskirkju á tólfta tímanum. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rafmótor brann yfir í loftræstikerfi Selfosskirkju fyrir hádegi. Mikill reykur myndaðist og urðu skemmdir á loftræstikerfi.

„Við erum að reykræsta kirkjuna og vonum að því starfi ljúki mjög fljótlega,“ segir slökkviliðsmaður á Selfossi sem var á vettvangi við Selfosskirkju í hádeginu eftir að útkall barst frá kirkjunni.

Nokkrir slökkviliðsmenn á Selfossi fóru á staðinn og unnu að reykræstingunni og hreinsunarstörf en útför er í kirkjunni eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×