Enski boltinn

Rafael kominn til Frakklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rafael lék aðeins 11 leiki með Manchester United á síðasta tímabili.
Rafael lék aðeins 11 leiki með Manchester United á síðasta tímabili. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Rafael Da Silva er farinn til Lyon frá Manchester United.

Rafael, sem leikur í stöðu hægri bakvarðar, er ekki inni í framtíðaráætlunum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra United, og fékk því að fara.

Rafael staðfesti þetta á Twitter í dag og þakkaði um leið stuðningsmönnum og starfsfólki United fyrir tíma sinn hjá félaginu. Nú undir kvöld skrifaði hann svo undir samning við franska félagið.

Samkvæmt frétt The Times mun Lyon borga 2,1 milljón punda fyrir Rafael sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Lyon.

Rafael kom til United ásamt tvíburabróður sínum, Fabio, árið 2008. Hann varð þrisvar enskur meistari með félaginu en hann lék alls 169 með því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×