Ræðum óttann Árni Páll Árnason skrifar 6. júní 2014 07:00 Í umræðu um útlendingamál er óhjákvæmilegt að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Við þurfum að vera tilbúin að ræða þær áhyggjur sem fólk hefur málefnalega og greina hvað á við rök að styðjast og hvað ekki. Einhverjir Íslendingar óttast um stöðu sína á vinnumarkaði vegna þess að útlendingar komi hingað í vaxandi mæli og geti ógnað starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Það er skiljanlegt. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að umgjörð íslenskra kjarasamninga og lagaákvæði sem binda alla við heildarkjarasamninga á vinnumarkaði gera félagsleg undirboð erfiðari hér en í nokkru öðru Evrópuríki og vernda betur en annars staðar í senn rétt þeirra sem fyrir eru á vinnumarkaði og erlends verkafólks. Margir óttast uppgang erlendra glæpagengja og tengja þau opnum vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að glæpir eru ekki bundnir við útlendinga og við eigum líka innlend glæpagengi. Viðureign við erlend glæpagengi yrði erfiðari ef við hefðum ekki þá alþjóðasamvinnu á sviði löggæslumála sem við nú höfum á grundvelli Schengen og opins vinnumarkaðar.Öfgar eru víða Og svo eru margir sem óttast um hefðir okkar og siði og sérstaklega að framandi trúarbrögð feli í sér hættur. Staðreyndin er hins vegar sú að öfgar fela í sér ógn og þær geta nærst meðal allra trúarhópa. Versta ódæði okkar tíma – fjöldamorð á saklausum ungmennum í okkar næsta grannríki – hefur verið unnið af manni sem taldi sig kristinn hreinstefnumann og heitir Anders Behring Breivik. Við verðum betra samfélag með því að virða trúfrelsi og viðurkenna jákvæð áhrif virks trúarlífs, óháð því hvaða trú á í hlut. Við þurfum hins vegar að verjast hatursáróðri og vera á varðbergi gagnvart honum hvaðan sem hann berst. Öfgaöfl innan trúfélaga af öllum gerðum boða hatur og frelsisskerðingu ólíkra hópa – samkynhneigðra eða kvenna eða bara allra sem ekki eru tilbúnir að ganga með í takt. Við getum sammælst um þá varnarlínu að trúfrelsi sé ekki nýtt til að þess að boða og berjast fyrir ófrelsi annarra. Íslenskt samfélag hefur auðgast vegna þess að hingað hefur komið fólk af ólíkum uppruna og fært með sér mikla þekkingu og nýja strauma. Um aldamótin 1900 komu innflytjendur af dönskum uppruna með allra handa iðnþekkingu til landsins og kenndu okkur t.d. að baka brauð og brugga öl. Hvar væri íslenskt tónlistarlíf ef ekki fyrir þá flóttamenn sem hingað komu um miðbik 20. aldarinnar? Og íslensk matarmenning hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum, ekki síst vegna áhrifa innflytjenda. Ekki nóg með það: Við höfum beinlínis auðgast peningalega á útlendingum. Um áratugi höfum við reitt okkur á erlent vinnuafl til að halda úti grundvallaratvinnuvegum og mikilvægri þjónustu. Ef lagðar eru á vogarskálar skatttekjur af útlendingum og útgjöld vegna þeirra (bótagreiðslur og félagsleg aðstoð) eru tekjurnar langt umfram útgjöldin.Við og þeir? Það er gaman að fylgjast með Íslendingum sem búa tímabundið erlendis. Þeir hafa tilhneigingu til að halda hópinn. Þeir skemmta sér saman og börnin leika sér saman. Við gleðjumst yfir því úr fjarlægð þegar Íslendingar í útlöndum láta sér annt um arfleifð sína og keppast við að halda íslenskum siðum og móðurmálinu að börnum sínum. Með nákvæmlega sama hætti hlýtur fólk af erlendum uppruna hér á landi að halda í trú sína og siði og halda þeim að börnum sínum. Farsæld okkar hlýtur að felast í að viðurkenna það sem veldur okkur ótta, ræða það og skilja. Í langflestum tilvikum er óttinn ástæðulaus, en ef ekki, þá er mikilvægt að ræða hann til að geta brugðist við. Þess vegna er lifandi samtal um innflytjendamál alger nauðsyn. Við viljum ekki að hálfkveðnar vísur sem ala á tortryggni og ótta afli stjórnmálaflokkum fylgis í næstu kosningum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um útlendingamál er óhjákvæmilegt að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Við þurfum að vera tilbúin að ræða þær áhyggjur sem fólk hefur málefnalega og greina hvað á við rök að styðjast og hvað ekki. Einhverjir Íslendingar óttast um stöðu sína á vinnumarkaði vegna þess að útlendingar komi hingað í vaxandi mæli og geti ógnað starfsöryggi þeirra sem fyrir eru. Það er skiljanlegt. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að umgjörð íslenskra kjarasamninga og lagaákvæði sem binda alla við heildarkjarasamninga á vinnumarkaði gera félagsleg undirboð erfiðari hér en í nokkru öðru Evrópuríki og vernda betur en annars staðar í senn rétt þeirra sem fyrir eru á vinnumarkaði og erlends verkafólks. Margir óttast uppgang erlendra glæpagengja og tengja þau opnum vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að glæpir eru ekki bundnir við útlendinga og við eigum líka innlend glæpagengi. Viðureign við erlend glæpagengi yrði erfiðari ef við hefðum ekki þá alþjóðasamvinnu á sviði löggæslumála sem við nú höfum á grundvelli Schengen og opins vinnumarkaðar.Öfgar eru víða Og svo eru margir sem óttast um hefðir okkar og siði og sérstaklega að framandi trúarbrögð feli í sér hættur. Staðreyndin er hins vegar sú að öfgar fela í sér ógn og þær geta nærst meðal allra trúarhópa. Versta ódæði okkar tíma – fjöldamorð á saklausum ungmennum í okkar næsta grannríki – hefur verið unnið af manni sem taldi sig kristinn hreinstefnumann og heitir Anders Behring Breivik. Við verðum betra samfélag með því að virða trúfrelsi og viðurkenna jákvæð áhrif virks trúarlífs, óháð því hvaða trú á í hlut. Við þurfum hins vegar að verjast hatursáróðri og vera á varðbergi gagnvart honum hvaðan sem hann berst. Öfgaöfl innan trúfélaga af öllum gerðum boða hatur og frelsisskerðingu ólíkra hópa – samkynhneigðra eða kvenna eða bara allra sem ekki eru tilbúnir að ganga með í takt. Við getum sammælst um þá varnarlínu að trúfrelsi sé ekki nýtt til að þess að boða og berjast fyrir ófrelsi annarra. Íslenskt samfélag hefur auðgast vegna þess að hingað hefur komið fólk af ólíkum uppruna og fært með sér mikla þekkingu og nýja strauma. Um aldamótin 1900 komu innflytjendur af dönskum uppruna með allra handa iðnþekkingu til landsins og kenndu okkur t.d. að baka brauð og brugga öl. Hvar væri íslenskt tónlistarlíf ef ekki fyrir þá flóttamenn sem hingað komu um miðbik 20. aldarinnar? Og íslensk matarmenning hefur tekið stakkaskiptum á fáum áratugum, ekki síst vegna áhrifa innflytjenda. Ekki nóg með það: Við höfum beinlínis auðgast peningalega á útlendingum. Um áratugi höfum við reitt okkur á erlent vinnuafl til að halda úti grundvallaratvinnuvegum og mikilvægri þjónustu. Ef lagðar eru á vogarskálar skatttekjur af útlendingum og útgjöld vegna þeirra (bótagreiðslur og félagsleg aðstoð) eru tekjurnar langt umfram útgjöldin.Við og þeir? Það er gaman að fylgjast með Íslendingum sem búa tímabundið erlendis. Þeir hafa tilhneigingu til að halda hópinn. Þeir skemmta sér saman og börnin leika sér saman. Við gleðjumst yfir því úr fjarlægð þegar Íslendingar í útlöndum láta sér annt um arfleifð sína og keppast við að halda íslenskum siðum og móðurmálinu að börnum sínum. Með nákvæmlega sama hætti hlýtur fólk af erlendum uppruna hér á landi að halda í trú sína og siði og halda þeim að börnum sínum. Farsæld okkar hlýtur að felast í að viðurkenna það sem veldur okkur ótta, ræða það og skilja. Í langflestum tilvikum er óttinn ástæðulaus, en ef ekki, þá er mikilvægt að ræða hann til að geta brugðist við. Þess vegna er lifandi samtal um innflytjendamál alger nauðsyn. Við viljum ekki að hálfkveðnar vísur sem ala á tortryggni og ótta afli stjórnmálaflokkum fylgis í næstu kosningum á Íslandi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun