Ræðum efnisatriði ESB-aðildar Kristján Vigfússon skrifar 13. janúar 2012 06:00 Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingiskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 19. júlí 2009 og samþykkti sambandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningaviðræður nú staðið yfir í tæpa 17 mánuði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningaviðræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkisráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sambandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misserin. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innanríkisráðherra sem er svarinn andstæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samningnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálgunin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semjaEf skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingiskosningarnar 2013Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef andstæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriðiNægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingiskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 19. júlí 2009 og samþykkti sambandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningaviðræður nú staðið yfir í tæpa 17 mánuði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningaviðræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkisráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sambandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misserin. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innanríkisráðherra sem er svarinn andstæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samningnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálgunin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semjaEf skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingiskosningarnar 2013Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef andstæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriðiNægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar