MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 19:00

Áhersla lögđ á leynd yfir baksamningum

FRÉTTIR

Rćđa ađ banna Trump

 
Erlent
18:19 18. JANÚAR 2016
Donald Trump, einn af forsetaframbjóđendum Repúblikanaflokksins.
Donald Trump, einn af forsetaframbjóđendum Repúblikanaflokksins. VÍSIR/EPA

Breskir þingmenn deila nú um hvort að meina eigi forsetaframbjóðandanum Donald Trump að koma til Bretlands. Rúmlega 575 þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista um bannið. Þingmenn óttast að bann gæti gert Trump að „píslarvætti“.

Undirskriftalistinn var stofnaður eftir að Trump lagði til að múslimum yrði meinuð innganga í Bandaríkin um tíma. Það lagði hann til eftir skotárásina í San Bernadino þar sem 14 manns létu lífið. Þar að auki hefur hann látið ummæli falla um nágranna Bandaríkjanna í Mexíkó, Kína, konur og fleiri.

Þingmenn hafa sagt að Bretar ættu ekki að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og nokkrir vilja bjóða Trump í heimsókn og sýna honum að innflytjendur væru ekki slæmt fólk. Einn þingmaður sagði Trump hafa rétt á því að vera flón, en hann mætti ekki vera „hættulegt flón“. Annar sagðist telja að Trump væri „geðveikur“.

Annar þingmaður benti á að ef tillaga Trump yrði framkvæmd, yrði hann forseti, mætti Saddiq Khan, frambjóðandi til borgarstjórastöðu London ekki fara til Bandaríkjanna. Margir af þingmönnunum hafa hæðst að Trump og einhverjir hafa notað tækifærið til að segja að pólitískur rétttrúnaður væri of mikill í bresku samfélagi. Þar að auki þykir mörgum umræðan vera vandræðaleg fyrir Breta.

Tasmina Ahmed-Sheikh frá Skoska þjóðarflokkinum sagði að nú væri 84 einstaklingum bannað að koma til Bretlands vegna hatursumræðu. Trump ætti að vera númer 85.

Hægt er að fylgjast frekar með umræðunni hér á vef BBC. Þá er hægt að horfa á beina útsendingu á vef Guardian.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Rćđa ađ banna Trump
Fara efst