Innlent

Ræða ábendingar landlæknis

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Formaður velferðarnefndar segir lyfjaeftirlitsmálið umfangsmikið.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Formaður velferðarnefndar segir lyfjaeftirlitsmálið umfangsmikið.
Velferðarnefnd fundaði í gær um ábendingar landlæknis vegna eftirlits með lyfjaávísunum og lyfjanotkun. Fundurinn var haldinn í framhaldi fundar með Geir Gunnlaugssyni landlækni á mánudag.

Að sögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, var ákveðið að óska eftir því að fá fulltrúa ráðuneytisins á fund nefndarinnar á miðvikudag í næstu viku. „Þá munum við ræða viðbrögð þeirra við ábendingum landlæknis,“ segir Sigríður. Á mánudag afhenti landlæknir nefndinni bréf sitt til heilbrigðisráðherra um veikleika í kerfinu og hvað þurfi að gera til þess að hægt sé að sinna ávísun ávanabindandi lyfja betur. Til stóð að fara yfir málið í gær en því var frestað.

„Við tókum þá ákvörðun, þegar fólk sá að þetta væru umfangsmiklar ábendingar, að það væri ástæða til þess að ræða þetta við ráðuneytið,“ segir Sigríður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×