Viðskipti innlent

Ráðin markaðsstjóri Battlefield: „Svona tækifæri gefast ekki oft“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„ Svona tækifæri gefast ekki oft og ég veit að þetta er skemmtilegt fyrirtæki og spennandi vara þannig að ég stökk til,“ segir Elísabet.
„ Svona tækifæri gefast ekki oft og ég veit að þetta er skemmtilegt fyrirtæki og spennandi vara þannig að ég stökk til,“ segir Elísabet. mynd/ccp
„Ég er mjög spennt. Það er ekki annað hægt. Svona tækifæri gefast ekki oft og ég veit að þetta er skemmtilegt fyrirtæki og spennandi vara þannig að ég stökk til,“ segir Elísabet Grétarsdóttir, sem nýlega var ráðin markaðsstjóri tölvuleiksins Battlefield, í samtali við Vísi.

Kjarninn greindi frá ráðningu Elísabetar í dag, en tölvuleikurinn sem gefinn er út af Electronic Arts, EA Games, er einn sá stærsti og vinsælasti í heimi. Elísabet starfar nú sem forstöðumaður markaðsdeildar Arion banka en áður var hún markaðsstjóri EVE Online tölvuleiksins.

„Þetta fyrirtæki þekkir mig síðan í gamla daga, eða síðan ég var að vinna í tölvuleikjabransanum. Þeir eru með ákveðnar áherslubreytingar hjá sér og þurftu því manneskju með mitt sér svið til að aðstoða sig og leituðu þar af leiðandi til mín,“ segir Elísabet.

Hún hefur störf í byrjun mars og verður með skrifstofu í Stokkhólmi. Þangað til verður hún við störf í Arion banka. „Ég var í raun ekki á leiðinni eitt né neitt og hef verið mjög ánægð hér. Frábær vinnustaður og skemmtileg krefjandi verkefni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×