Ráðherra vill skoða lög um kynjakvóta Eva Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2014 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra fréttablaðið/Vilhelm Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent