Erlent

Ráðherra fyrir rétt

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Danmerkur, Manu Sareen.
Fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Danmerkur, Manu Sareen.
Manu Sareen, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra og jafnréttisráðherra Danmerkur, þarf að bera vitni fyrir Eystra Landsrétti í Danmörku vegna lagasetningar frá 2012 um að samkynhneigðir fái að láta gefa sig saman í kirkju.

Hópur borgara er þeirra skoðunar að inngrip ríkisins í málefni kirkjunnar stríði gegn stjórnarskránni. Þar með hafi það verið ólöglegt að veita samkynhneigðum rétt til að láta gefa sig saman í kirkju. Hópurinn hefur þess vegna höfðað mál.

Sareen á að gera grein fyrir ákvarðanatökunni fyrir rétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×