Ráða flokkarnir við ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun