Ráða flokkarnir við ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Evrópustefnur íslenskra stjórnmálaflokka var um langt árabil gefið heitið að bíða og sjá til. Stefnan var svo kölluð í stjórnmálafræði þar sem flokkarnir tóku ekki afstöðu til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Afstaða flokkanna til aðildarumsóknar er orðin skýrari í dag. Það hefur gert Nei-flokkunum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfitt um vik. Já-flokkurinn, Samfylkingin, missti tiltrú margra þegar hann komst skammt á veg með aðildarumsóknina á síðasta kjörtímabili. Nýir flokkar virðast flestir eiga erfitt með að móta skýra Evrópustefnu. Sú spurning hefur vaknað hvaða afleiðingar bíða og sjá stefnan og síðan þessi skýrari afstaða hefur haft á flokkana. Skoðum sögu Evrópustefnu flokkanna.Fram og til baka – ESB-stefnur flokkanna Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim möguleika opnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu allt til árins 1996. Þá fyrst á landsfundi flokksins var tekið af skarið um að Ísland ætti ekki að sækja um aðild að ESB. Það var byggt á því mati að EES-samningurinn virkaði vel í framkvæmd, væri hagstæður landsmönnum og að framtíð hans væri tryggð eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að ESB. Einnig var ljóst að umræður um hvort sækja ætti um aðild yrðu flokknum erfiðar. Alþýðuflokkurinn aðhylltist að bíða og sjá stefnuna allt til ársins 1994. En þá ályktaði flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB. Þetta gerði flokkurinn rúmlega þrjátíu árum á eftir systurflokkum sínum í Noregi og Danmörku. Samfylkingin tók upp að bíða og sjá stefnuna í kosningabaráttunni 1999. Ekki náðist sátt innan hennar um aðildarumsókn fyrr en þremur árum síðar. Í dag talar flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB og hefur lagt sérstaka áherslu á málið eftir hrun. Framsóknarflokkurinn tók upp bíða og sjá stefnuna á flokksþingi árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta flokksins að koma aðildarumsókn á dagskrá. Fram að þessu hafði flokkurinn verið andvígur ESB-aðild. Fyrir kosningarnar árið 2009 samþykkti flokkurinn að sækja ætti um aðild að ESB og ganga í sambandið ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú hefur flokkurinn aftur breytt um stefnu og er á móti aðild að ESB. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur aftur á móti verið andvíg aðild að ESB frá stofnun 1999. Það sama átti við um Alþýðubandalagið. Vinstri græn klofnuðu þegar flokkurinn samþykkti að styðja aðildarumsókn. En nokkur sátt virðist ríkja innan flokksins í dag um að ljúka aðildarviðræðunum. Athyglisvert er að nýir flokkar sem náð hafa sæti á Alþingi á síðustu árum hafa ekki tekið af skarið í kosningabaráttum um það hvort ganga eigi í ESB. Björt framtíð og Píratar töluðu um að ljúka aðildarviðræðunum en ljóst er orðið að þingmenn Bjartar framtíðar eru aðildarsinnar. Borgarahreyfingin var á stundum hlynnt aðildarumsókn og Frjálslyndi flokkurinn lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en undir lokin þegar hann féll af þingi.ESB klýfur flokkana Evrópumálin eru flokkunum erfið. Það hefur ekki verið farsælt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá bíða og sjá stefnunni. Hann er illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks hefur yfirgefið Vinstri græn eftir að opnað var fyrir aðildarumsókn. Ólga kraumar undir niðri í Framsóknarflokknum. Hann slær úr og í. Samfylkingin missti trúverðugleika með því að hægja á aðildarviðræðunum og ná ekki að setja fram samningsmarkmið í veigamestu málaflokkunum. Nýir flokkar virðast flestir hverjir vaklandi í Evrópumálum.Almenningur taki af skarið? Það ríkir í raun glundroði þegar kemur að stefnumótun landsins í Evrópumálum. Lengst af var stjórnarstefnan að bíða og sjá til, svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna og nú aftur Nei-stefna. Flokkunum hefur mistekist að framfylgja stefnum sínum og virðast ófærir um að leysa málið. Ætla flokkarnir virkilega að skiptast á um að sækja um aðild að ESB og slíta viðræðum á næstu árum? Er ekki kominn tími til að afgreiða Evrópumálin? Er ekki kominn tími til að taka Evrópumálin frá valdastofnunum flokkanna og setja þau í hendur kjósenda?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun