Enski boltinn

QPR og Ajax nálgast samkomulag um Kolbein

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn NEC.
Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn NEC. vísir/getty
Nýliðar QPR í ensku úrvalsdeildinni virðast staðráðnir í að kaupa íslenska landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson frá Ajax til að styrkja framherjasveit sína fyrir komandi átök í vetur.

Nú lítur út fyrir að Kolbeinn sé endanlega á leið á Loftus Road eftir nokkurra vikna vangaveltur, en Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, segir í Daily Express í dag:

„Ég hef átt góðar viðræður við QPR um Kolbein og félögin nálgast samkomlag. Auðvitað skiptir máli hvað leikmaðurinn vill, en ég held að QPR sé gott lið fyrir hann.“

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, sagði á dögunum að Kolbeinn Sigþórsson vildi of há laun og erfitt væri að semja við hann, en Andri Sigþórsson, bróðir hans og umboðsmaður, sagðist ekki hafa heyrt í QPR-mönnum lengi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×