SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 20:15

Íslenska landsliđstreyjan setti nýtt sölumet hjá Errea

SPORT

PSG franskur meistari eftir 9-0 sigur

 
Fótbolti
14:57 13. MARS 2016
Zlatan Ibrahimovic gerđi fjögur í dag.
Zlatan Ibrahimovic gerđi fjögur í dag. VÍSIR/GETTY

Paris Saint Germain er franskur meistari fjórða árið í röð eftir ótrúlegan, 9-0, sigur á Troyes á útivelli í dag.

Troyes situr á botni deildarinnar og því var ávallt um erfiðan leik að ræða fyrir heimamenn. Eftir að Monaco gerði jafntefli á föstudaginn var það alltaf ljóst að PSG gat tryggt sér titilinn með sigri í dag.

Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk fyrir PSG í leiknum, Edison Cavani tvö en hann misnotaði vítaspyrnu í leiknum.

PSG því orðnir franskir meistarar og það 13. mars sem verður að teljast ótrúlegur árangur. Liðið er á toppi deildarinnar með 77 stig, 25 stigum á undan Monaco.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / PSG franskur meistari eftir 9-0 sigur
Fara efst