Erlent

Prinsessan Madeleine og fjölskylda flytur til Bretlands

Atli Ísleifsson skrifar
Madeleine og Chris gengu í það heilaga árið 2013.
Madeleine og Chris gengu í það heilaga árið 2013. Vísir/AFP
Madeleine Svíaprinsessa og fjölskylda hennar hyggjast flytja frá Svíþjóð til Bretlands í haust.

Aftonbladet greinir frá því að O‘Neill hafi nú þegar skráð sig til heimilis í Bretlandi. Fjölskyldan flutti frá New York til Svíþjóðar í febrúar en svo virðist sem dvölin verði ekki lengri að svo stöddu.

Talsmaður sænsku konungsfjölskyldunnar staðfestir flutninginn í samtali við sænska fjölmiðla. „Atvinnustarfsemi Chris O‘Neill er fyrst og fremst í Englandi. Það er rétt að hann er nú skráður til heimilis í Bretlandi,“ segir Margareta Thorgren.

Thorgren segir að Madeleine og prinsessan Leonore, eins árs, muni svo fylgja O‘Neill til Bretlands í haust. „Hann vinnur nú að því að koma upp heimili fyrir fjölskylduna sem mun stækka á næstunni.“

Madeleine gengur nú með annað barn þeirra hjóna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×