Erlent

Pride-hátíð Sama haldin í fyrsta sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 300 manns tóku þátt í Pride-göngu Sama í Kiruna um síðustu helgi.
Rúmlega 300 manns tóku þátt í Pride-göngu Sama í Kiruna um síðustu helgi. Mynd/Sara Lindquist, Sápmi Pride, Queering Sápmi
Pride-hátíð Sama var haldin í fyrsta sinn í sænska bænum Kiruna um helgina. Hátíðin hófst á fimmtudag og stóð fram á sunnudag, en forsvarsmenn verkefnisins Queering Sápmi sáu um skipulagningu hátíðarinnar.

Hátíðin náði hámarki á sunnudaginn þar sem um þrjú hundruð manns tóku þátt í Pride-göngunni þar sem fólk gekk frá Folkets hus og um miðborg Kiruna. Hvöttu forsvarsmenn Queering Sápmi alla, Sama sem og aðra, til að taka þátt í göngunni. Í frétt NSD segir að þeir séu mjög ánægðir með þátttökuna og hátíðina almennt.

Verkefnið Queering Sápmi vinnur að því að opna umræðu og tryggja réttindi samkynhneigðra Sama, sem eiga margir erfitt uppdráttar þar sem erfitt getur reynst hinsegin fólki að koma út úr skápnum í íhaldssömu samfélagi Sama.

Samaland (Sápmi) er svæði í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Rússlandi sem er heimkynni þjóðflokks Sama.

Mynd/Sara Lindquist, Sápmi Pride, Queering Sápmi
Mynd/Sara Lindquist, Sápmi Pride, Queering Sápmi
Mynd/Sara Lindquist, Sápmi Pride, Queering Sápmi
Mynd/Sara Lindquist, Sápmi Pride, Queering Sápmi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×