Körfubolti

Popovich lofar að vera góður við Sager

Sager í vinnunni.
Sager í vinnunni. vísir/getty
Hinn litríki sjónvarpsmaður, Craig Sager, glímir við krabbamein þessa dagana og verður því ekki á hliðarlínunni að taka viðtöl í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Sonur hans, Craig Sager Jr., leysti kallinn af á sunnudaginn og tók þá viðtal við Gregg Popovich, þjálfara San Antonio Spurs.

Viðtöl Sager við Popovich í gegnum tíðina eru löngu orðin goðsagnakennd. Popovich er alltaf ákaflega stuttur í spuna og virðist hafa nákvæmlega engan áhuga á að svara spurningum Sager.

Allt annað var upp á teningnum á sunnudag. Þá lék Popovich á alls oddi og sendi Sager hjartnæma kveðju í viðtalinu. Sagðist sakna hans og lofaði að vera góður við hann er hann kæmi aftur.

"Þetta var stórkostlegt og lyfti mér upp að sjá þetta," sagði Sager frá sjúkrabeði sínu í Atlanta.

"Pop sagðist vilja fá mig aftur og lofaði að vera góður við mig. Ég hreinlega trúði þessu ekki. Þvílíkur heiður."

Þó svo Sager hafi kunnað meta kveðjuna þá vill hann helst ekki að Popovich verði góður við sig.

"Ég fór að hugsa þetta betur. Það væri eitthvað rangt við það að hann væri almennilegur við mig. Ég vil að hann verði serbneskur við mig," sagði Sager en Popovich er hálfur Serbi.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×