Fótbolti

Pogba í viðræðum við Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba í leik á EM.
Pogba í leik á EM. vísir/getty
Umboðsmaður franska landsliðsmannsins Paul Pogba hefur staðfest að hann sé viðræðum við spænska stórliðið Real Madrid.

Pogba er samningsbundinn Ítalíumeisturum Juventus til ársins 2019 og myndi kosta Madridarliðið skildinginn ef það ætlar að fá hann.

Umbinn hans, Mino Raiola, segist vera í sambandi við þrjú félög sem hafi áhuga á því að kaupa leikmanninn.

„Við erum að ræða við Real en það er ekkert á hreinu. Óskir þjálfara Real, Zinedine Zidane, skipta miklu máli. Málið er bara á byrjunarstigi og báðir aðilar vita hvað þeir vilja. Við verðum að bíða og sjá hvernig þetta endar,“ sagði Raiola.

„Paul dreymir um að verða besti leikmaður heims og Real Madrid er góður staður til að ná slíkum áfanga. Hann er hrifinn af Zidane.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×