Enski boltinn

Podolski til Tyrklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Podolski spilar í Tyrklandi á næstu leiktíð.
Podolski spilar í Tyrklandi á næstu leiktíð. vísir/getty
Lukas Podolski er genginn í raðir Galatasaray frá Tyrklandi, en hann hefur leikið með Arsenal undanfarin ár. Þetta staðfesti tyrkneska félagið á Twitter-síðu sinni.

Hann skrifaði undir samninginn á heimavelli Galatasaray, Telekom-leikvanginum, nú rétt í þessu. Podolski kemur tl félagsins frá Arsenal.

Podolski gekk í raðir Arsenal frá FC Köln sumarið 2012, en Arsenal borgaði ellefu milljónir punda fyrir hann. Hann skoraði 31 mark í 82 leikjum fyrir Arsenal.

Þjóðverjinn var í sigurliði Arsenal sem vann FA-bikarinn tímabilið 2012/2013, en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Inter Milan þar sem hann stóð ekki undir væntingum.

Möguleikar hans hjá Arsenal urðu ekki miklir eftir að þeir Mezuz Özil, Alexis Sanches og Danny Welbeck gengu í raðir fallbyssunnar. Fyrir hjá félaginu voru þeir Theo Walcott, Oliver Giroud og Alex-Oxlade Chamberlain.

Galatasaray vann deildina í Tyrklandi á síðustu leiktíð með þriggja stiga mun. Liðið mun því leika í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.


Tengdar fréttir

Löw: Podolski þarf að spila meira

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, segir að Lukas Podolski verði að spila reglulega til að halda sæti sínu í landsliðinu fyrir EM 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×