Viðskipti erlent

Playboy hættir að birta nektarmyndir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eigendur bandaríska tímaritsins telja netið hafa kippt stoðunum undan rekstri klámblaða.
Eigendur bandaríska tímaritsins telja netið hafa kippt stoðunum undan rekstri klámblaða. Vísir/AFP
Bandaríska tímaritið Playboy mun ekki lengur birta myndir af nöktum konum. Þetta var ákveðið á fundi stjórnenda blaðsins, þar sem meðal annars stofnandinn og aðalritstjórinn Hugh Hefner mætti.

Eigendur blaðsins telja að með tilkomu internetsins hafi rekstrargrundvöllur klámblaða horfið, enda séu netnotendur fáum smellum frá hvers kyns kynferðisathöfnum á netinu, og jafnvel frítt.

Þrátt fyrir þessar áherslubreytingar mun tímaritið enn birta myndir af konum í ögrandi stellingum, og jafnvel léttklæddum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×