Körfubolti

Philadelphia datt í lukkupottinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brett Brown, þjálfari Philadelphia (til hægri), var að vonum kátur eftir að félagið landaði fyrsta valrétti í nýliðavalinu.
Brett Brown, þjálfari Philadelphia (til hægri), var að vonum kátur eftir að félagið landaði fyrsta valrétti í nýliðavalinu. vísir/afp
Philadelphia 76ers datt í lukkupottinn þegar liðið fékk fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar 2016.

Philadelphia hefur gengið skelfilega undanfarin þrjú tímabil og tapað 199 af 246 leikjum sínum. En félagið fékk loksins stóra vinninginn eftir að hafa fengið þriðja valrétt síðustu tvö ár.

Los Angeles Lakers, sem vann aðeins 17 leiki í vetur, fékk annan valrétt og Boston Celtis þann þriðja.

Búist er við því að Philadelphia velji annað hvort Ben Simmons frá LSU eða Brandon Ingram frá Duke í nýliðavalinu sem fer fram í Barclays Center í Brooklyn 23. júní.

Þetta er í þriðja sinn sem Philadelphia fær fyrsta valrétt í nýliðavalinu. Það gerðist fyrst 1973 þegar félagið valdi Doug Collins og svo 1996 þegar Allan Iverson var valinn.

Fyrstu 10 valréttirnir í nýliðavali NBA 2016:

1. Philadelphia

2. Los Angeles Lakers

3. Boston (from Brooklyn)

4. Phoenix

5. Minnesota

6. New Orleans

7. Denver (via New York)

8. Sacramento

9. Toronto (from Denver)

10. Milwaukee

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×