FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 19:33

Israel Martin framlengir á Króknum til 2020

SPORT

Pellegrini hćttir hjá City og Pep tekur viđ

 
Enski boltinn
13:11 01. FEBRÚAR 2016
Pellegrini hćttir hjá City og Pep tekur viđ
VÍSIR/GETTY
Tóams Ţór Ţórđarson skrifar

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að hann hyggst hætta hjá félaginu eftir yfirstandandi tímabil.

Sílemaðurinn, sem áður hefur þjálfað River Plate, Villareal, Real Madrid og Málaga, tók við City-liðinu sumarið 2013 og gerði það að Englandsmeistara á fyrsta tímabili.

Pellegrini er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn við Arsenal og Leicester á þessari leiktíð, en nú er það orðið ljóst að hann verður ekki áfram stjóri liðsins.

Manchester City tilkynnti einnig í dag að félagið er búið að ná samningum við Spánverjann Pep Guardiola, þjálfara Bayern München. Hann tekur við liðinu í sumar og gerir þriggja ára samning.

Guardiola vann 14 stóra titla á fjórum árum hjá Barcelona áður en hann tók við Bayern og gerði liðið að Þýskalandsmeistara tvö ár í röð.

Mikil barátta hefur verið á milli Chelsea, Manchester City og Manchester United um undirskrift Spánverjans en nú er ljóst að hann stýrir City á næstu leiktíð.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Pellegrini hćttir hjá City og Pep tekur viđ
Fara efst