Körfubolti

Paul hitnaði undir lokin | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Paul byrjaði illa en var mikilvægur á lokakaflanum gegn Miami.
Chris Paul byrjaði illa en var mikilvægur á lokakaflanum gegn Miami. vísir/afp
Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Chris Paul og félagar í Los Angeles Clippers unnu sjö stiga sigur á Miami Heat, 93-100.

Paul var ískaldur framan af leik og klúðraði fyrstu níu skotunum sínum. Leikstjórnandanum óx þó ásmegin eftir því sem leið á leikinn og hann setti niður tvo mikilvæga þrista undir lokin þegar Miami var farið að nálgast Clippers.

Paul endaði með 22 stig og sjö stoðsendingar. Jamal Crawford kom næstur með 20 stig.

Chris Bosh, Dwayne Wade og Goran Dragic skoruðu 17 stig hver fyrir Miami.

Boston Celtics bar sigurorð af Sacramento Kings, 128-119, á heimavelli. Þetta var fjórði sigur Boston í röð en liðið er í 3. Austurdeildarinnar.

Avery Bradley var stigahæstur í liði Boston með 25 stig en hann hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Isiah Thomas kom næstur með 22 stig og níu stoðsendingar.

DeMarcus Cousins skoraði 31 stig fyrir Sacramento og Rajon Rondo var með 14 stig og 15 stoðsendingar gegn sínum gömlu félögum.

Þá vann Denver Nuggets New York Knicks, 96-101,og Orlando Magic hafði betur gegn Atlanta Hawks, 96-94.

Úrslitin í nótt:

Miami 93-100 LA Clippers

Boston 128-119 Sacramento

NY Knicks 96-101 Denver

Orlando 96-94 Atlanta

Nikola Vucevic skorar sigurkörfu Orlando gegn Atlanta Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×