Enski boltinn

Pato lánaður til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexandre Pato í leik með Sao Paulo í Brasilíu.
Alexandre Pato í leik með Sao Paulo í Brasilíu. Vísir/Getty
Chelsea hefur fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en samkvæmt fréttavef Sky Sports hefur verið gengið frá sex mánaða lánssamningi félagsins við Corinthians í Brasilíu um framherjann Alexandre Pato.

Pato er 26 ára og hefur verið í láni hjá Sao Paolo síðan 2014. Hann gekk í raðir Corinthians frá AC Milan á Ítalíu árið 2012 en þar skoraði hann 51 mark í 117 leikjum með félaginu.

Sjá einnig: Pato er ekki að koma til Liverpool

Chelsea hefur einnig samið um kauprétt á Pato að tímabilinu loknu en forráðamenn Corinthians eru áhugasamir um að selja hann samkvæmt frétt Sky Sports.

Pato þótti á sínum tíma einn efnilegasti knattspyrnumaður Brasilíu og afrekaði að skora tíu mörk í 27 landsleikjum. En hann hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan 2013.

Hann greindi frá því í september að hann hafi hafnað tilboði frá Manchester United rétt áður en lokað var á félagaskipti í haust.


Tengdar fréttir

Pato er ekki að koma til Liverpool

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að félagið sé á eftir Brasilíumanninum Alexandre Pato.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×