Erlent

Páskahlé á hernaðaraðgerðum Úkraínumanna

Mótmælandi stendur vörð í umsátri aðskilnaðarsinna í Úkraínu.
Mótmælandi stendur vörð í umsátri aðskilnaðarsinna í Úkraínu. VISIR/AFP
Stjórnvöld í Úkraínu ætla ekki að aðhafast gegn rússneskum aðskilnaðarsinnum sem hafa hertekið opinberar byggingar í austurhluta landsins yfir páskana.

Andriy Deshchytsia utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttamann BBC að stjórnvöld myndu hins vegar grípa til aðgerða héldu þeir áfram að hertaka byggingar.

Aðskilnaðarsinnar hafa neitað að yfirgefa byggingar sem þeir hafa hertekið þrátt fyrir samkomulag stjórnvalda í Úkraínu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Evrópusambandsins í Genf í fyrradag.

Aðskilnaðarsinnar krefjast þess að uppreisnarmönnum á Maidan torgi í Kænugarði verði einnig fyrirskipað að yfirgefa torgið sem þeir hafa haft í herkví frá því í febrúar.

Deshchytsia utanríkisráðherra segir uppreisnarmenn hafa sótt um leyfi frá borgaryfirvöldum fyrir veru sinni á torginu og fengið það og því gegni öðru máli um þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×