Erlent

Páfinn varar við hjónaböndum samkynhneigðra

Benedikt sagði ennfremur að kynlíf fyrir hjónaband skaddaði stöðugleika samfélaga í heiminum.
Benedikt sagði ennfremur að kynlíf fyrir hjónaband skaddaði stöðugleika samfélaga í heiminum.
Benedikt páfi varaði við giftingum samkynhneigðra í ræðu sinni sem hann hélt í tilefni þess að bandarískir biskupar eru í heimsókn í Vatíkaninu.

Í ræðu sinni sagði Benedikt að það væru öflug pólitísk og menningarleg öfl sem ynnu hörðum höndum að því að lögleika giftingar samkynhneigðra, hvort sem það væri í Bandaríkjunum eða annarsstaðar.

Páfinn áréttaði einnig þá skoðun sína að kynlíf fyrir hjónaband væri einstaklega syndsamlegt athæfi og skaddaði stöðuleika þjóðfélaga.

Ræða páfans kemur í kjölfar þess að Washington ríki lögleiddi hjónaband samkynhneigðra. Talsverð ólga er á meðal trúaðra í Bandaríkjunum vegna þess að fleiri ríki eru farin að leyfa hjónabönd samkynhneigðra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×