Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2016 16:53 Frá aðgerðum lögreglu við Krónuna í Kórahverfinu þar sem bíllinn fannst með barnið innanborðs. Vísir/Egill Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt. Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt.
Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39
Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33