Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Leggst undir hnífinn á skurðarborðinu

Nýjasta plata Emmsjé Gauta, Fimm, kemur út í dag. Hann segir að á þessari plötu opni hann sig töluvert og líkir því við að liggja skorinn uppi á skurðarborðinu. Plötuna má finna á flestum streymisveitum.

Lífið
Fréttamynd

Faðirinn gleðst yfir heilmynd af Amy Winehouse

Enska tónlistarkonan Amy Winehouse, sem lést árið 2011 úr áfengiseitrun, fer í tónleikaferðalag seint á næsta ári. Heilmynd af söngkonunni mun stíga á svið og flytja hennar þekktustu lög, til að mynda Rehab, Valerie og Back to Black.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill fleiri kvenkyns lagasmiði

Tónlistarkonan Hildur hefur snúið sér í auknum mæli að lagasmíðum fyrir aðra tónlistarmenn. Henni hafa borist ótal fyrirspurnir um starfið og því brá hún á það ráð að halda námskeið í faginu.

Tónlist
Fréttamynd

Vonandi ekki í síðasta skipti

Það var ekki lítil spenna á meðal okkar vinkvennanna fyrir tónleika Friðriks Dórs Jónssonar, a.k.a. Frikka Dórs, sem fram fóru í Kaplakrika á laugardagskvöld.

Gagnrýni
Fréttamynd

Helmingur miða á aukatónleikana seldur

Um helmingur þeirra miða sem í boði voru á aukatónleika Ed Sheeran þegar miðasala hófst í morgun eru nú þegar seldir samkvæmt heimildum Vísis. Aukatónleikarnir verða haldnir á Laugardalsvelli þann 11. ágúst, daginn eftir aðaltónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt lag og myndband frá Ingileif á eftirminnilegu ári

Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Abraham Brody í Mengi

Framúrstefnutónskáldið og söngvarinn Abraham Brody heldur tónleika í Mengi við Óðinsgötu næstkomandi föstudag. Þar mun hann leika efni af nýrri plötu sinni, Crossings, sem kemur út í nóvember. Platan var tekin upp í Gróðurhúsinu.

Tónlist
Fréttamynd

Nælir sér í áhorf með skilti við Miklubraut

Brynjar Birgisson leikstjóri hefur staðið á hverjum morgni síðan á föstudaginn við Miklubraut með skilti þar sem hann bendir fólki á myndbandið sem hann leikstýrði með tónlistarmanninum Trausta.

Tónlist
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.