Lífið

Upp­selt á auga­bragði og bætt við tón­leikum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nick Cave við krýningu Karls Bretakonungs í maí í fyrra.
Nick Cave við krýningu Karls Bretakonungs í maí í fyrra. Getty Images/Gareth Cattermole

Forsala á tónleikana með Nick Cave hófst í morgun klukkan 10 og var barist um hvert sæti sem í boði var. Nú er orðið uppselt á tónleikana þriðjudagskvöldið 2. júlí og þurftu fjölmargir frá að hverfa tómhentir.

Frá þessu segir í tilkynningu frá tónleikahaldaranum Senu sem virðast hafa verið meðvitaðir um mikla eftirspurn. Þegar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum miðvikudagskvöldið 3. júlí sem fara á sölu í fyrramálið klukkan 10.

Nick Cave má með réttu kalla Íslandsvin eftir fyrri heimsóknir til landsins í tilefni tónleikahalds. Í þetta skiptið kemur hann fram með Colin Greenwood bassagítarleikara úr Radiohead.

Nick Cave og Colin Greenwood munu flytja valin lög, hrá og óskreytt, og munu þannig afhjúpa grundvallareðli þeirra fyrir áhorfendum.

Sex verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6.990 kr. Eingöngu um 1.500 miðar eru í boði.


Tengdar fréttir

Nick Cave til Íslands

Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. 

Nick Cave missir annan son

Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×